Saumavélanálar
Universal nálar Alhliða nálar með afrúnnuðum oddi fyrir flest efni.
Stretch nálar með kúluodd fyrir teygjanleg efni.
Jersey nálar með kúluoddi fyrir prjóna- og jersey efni.
Jeans nálar með kúluoddi fyrir gallaefni, pallíettuefni, gervileður og fleiri þykk og erfið efni.
Microtex nálar með sérstaklega beittum oddi fyrir þéttofin efni sem erfitt er að stinga í gegnum s.s. silki, microfiber efni, filmur og gervileður.
Topstitch nálar með sérstaklega löngu auga 2mm. Henta vel í stungur, útsaum og almennan saum með grófari tvinna svo sem bómullar og metallic tvinna.
Leather nálar með beittum oddi, eingöngu til að sauma í ekta leður.
Embroidery nálar með breiðara auga sem henta vel í útsaum með útsaumstvinna eða ullarkenndum tvinna.
Quilting nálar eru mjórri að oddinum og henta vel í þéttofin efni án þess að gata efnið. Góðar þegar saumað er í gegnum vatt eins og í bútasaum.
Twin nálar/Tvíburanálar eru til að gera tvístungur þar sem er saumað með tveimur tvinnakeflum. Teygjanleiki myndast í saumnum því einn tvinni tekur við undir og myndar sikk sakk á röngunni.
Wing nálar (Fjaður/Hemstitch nálar) Göt myndast í efninu þegar saumað er með þeim sporum sem ætluð eru fyrir þessa sérstöku nál. Sérstaklega fallegt í hör og bómullarefni með útsaumstvinna.
Athugið að skipta reglulega um nálar því oddurinn eyðist og ónýt nál getur auðveldlega eyðilagt efnin sem verið er að vinna úr. Hámark að nota sömu nálina 6 klst í saum.