Lýsingarráð fyrir eldhúsið

Á mörgum heimilum er eldhúsið eitt mest notaða rýmið. Krakkarnir læra, lita eða föndra á meðan maturinn er eldaður.  Það er því mikilvægt að lýsingin sé góð í eldhúsinu því annars bitnar það á eldamennskunni eða öllum þeim gæðastundum sem við eigum.  Lýsing í eldhúsum ætti því að vera í forgangi umfram önnur rými hússins og  því tókum við saman nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga.  

 

Lýsingin þarf að vera sveigjanleg 

Í eldhúsum þarf lýsingin að vera sveigjanleg, frá vinnubirtu allt upp í svokallaða skrautlýsingu. Við erum ekki bara að nota eldhúsið þegar við erum að elda heldur við margskonar athafnir og því skiptir máli að við getum aðlagað lýsinguna eftir þörfum. 

 

Í eldhúsinu eru lýsingarkröfur meiri en í stofunni 

Það þarf að hafa í huga að við gerum meiri kröfur til lýsingar í eldhúsinu en í stofunni og annarstaðar á heimilinu. Þess vegna þarf að taka með í dæmið liti á borðplötum og eldhúsinnréttingu, til dæmis þarf dökk borðplata meiri lýsingu en ljósari borðplata. 

 

LED lýsing er einföld leið til að auka lýsingu

Einfalt er að auka lýsingu í eldri eldhúsum með því að setja Led-borða upp á efri skápa, nái þeir ekki upp í loft. Slík lýsing gerir oft á tíðum gæfumuninn. Einnig getur verð mjög skemmtilegt að setja Led-borða undir neðri skápa og lýsa þannig dauft upp gólfið. Það sama má gera við hillur og skápa.

 

Ef þú vilt fá lýsingaráðgjöf þá er velkomið að hafa samband við okkur hjá PFAFF. 

 

 Lýsingarráð fyrir eldhúsið

Eldri færslur